Skip to content

Andlát – Ásmundur Einarsson

Það voru miklar sorgarfregnir sem bárust okkur Gróttufólki sunnudaginn 24. júlí síðastliðinn að Ásmundur Einarsson hafi verið bráðkvaddur langt fyrir aldur fram. Ásmundur eða Ási eins og hann var jafnan kallaður vann fyrir handknattleiksdeild Gróttu um árabil bæði í barna- og unglingaráði og nú síðast sem formaður handknattleiksdeildar félagsins. Ási hefur einnig verið lykilmaður í undirbúningi og umgjörð nánast allra heimaleikja Gróttu undanfarin ár. Ása verður sárt saknað í starfi félagsins.

Íþróttafélagið Grótta vottar fjölskyldu, ættingjum og vinum samúð sína og minnir um leið á styrktarsjóð barna hans: 0370-13-011901, kt. 180282-4839.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar