Skip to content

Verbúðarball 10. sept í íþróttahúsi Gróttu

Við minnum á sveitaball ársins! Verbúðarballið verður haldið í íþróttahúsi Gróttu laugardagskvöldið 10 september næstkomandi. Miðasala fer fram á tix.is/is/event/13489/verbu-arball

Hljómsveitin Verbúðarbandið leikur fyrir dansi með Stebba Hilmars og Selmu Björns. Við munum svo kynna leynigest/i þegar nær dregur. Hljómsveitin Verbúðarbandið er sannkölluð súpergrúbba og er sérstaklega sett saman fyrir Verbúðarballið.

Hljómsveitina skipa:

Vignir Snær Vigfússon er gítarleikari og hljómsveitarstjórinn en hann er þekktastur sem gítarleikari og aðallagahöfundur Írafárs.

Trommari er Þorvaldur Þór Þorvaldsson – Doddi, en hann hefur komið ótrúlega víða við í íslenska poppinu og spilað m.a. með Svörtum fötum, Frikka Dór, Jakob Frímann, Hjaltalín, Helga Björns og trommað með bandinu í Bubba sýningunni Níu Líf.

Á hljómborð er Andri Guðmundsson úr Írafár og íbúi á Nesinu.

Annar Nesbúi Þorbjörn Sigurðsson – Tobbi sem getur spilað á öll hljóðfæri en verður á bassanum í Verbúðarbandinu. Tobbi hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi verið m.a. í Mugsion bandinu, Írafár, dr Spock, Ensími, Jeff Who og Motions Boys.

Alls seldust meira en 450 miðar seldir í forsölu á ballið. Ekki missa af þessu og tryggðu þér miða á TIX.is í dag! tix.is/is/event/13489/verbu-arball

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print