Skip to content

Frábær vika á Partille Cup

4. og 5. flokkur karla og kvenna í handboltanum í Gróttu fór á stærsta og flottasta handboltamót í heimi, Partille Cup dagana 2. til 9. júlí síðastliðinn. Á mótinu léku rúmlega 20 þúsund keppendur frá öllum heimshornum. Gróttuhópurinn taldi 75 manns og tefldum við fram sjö liðum. Liðin léku í riðlakeppni fyrstu keppnisdagana þar sem Gróttuliðin mættu fimm andstæðingum. Á föstudeginum og laugardeginum léku liðin síðan í útsláttarkeppninni þar sem liðin komust mislangt. Nær öll Gróttuliðin komust í A-úrslitin sem þýddi að þau léku gegn erfiðum andstæðingum á föstudeginum og laugardeginum. Bestum árangri náði bæði strákaliðin í 13 ára aldursflokknum sem fóru alla leið í 16 liða úrslit A-úrslitanna. Öll liðin okkar stóðu sig vel innan sem utanvallar. Okkar krakkar fengu mikið hrós fyrir umgengni og framkomu.

Fyrir utan keppnina sjálfa var dagskráin þétt setin. Krakkarnir fóru í vatnsrennibrautargarðinn Skara Sommarland, sáu íslenska U17 ára landsliðið ná 5.sætinu á opna Evrópumótinu sem var haldið samhliða Partille Cup. Krakkarnir fóru í Liseberg, glæsilegan skemmtigarð í miðbæ Gautaborgar, þeir kíktu í verslunarleiðangur, nutu lífsins við Kåsjön vatnið í Partille, horfðu á ótal handboltaleiki og margt fleira. Segja má að vikan hafi verið viðburðarík og skilur eftir ótal minningar hjá Gróttukrökkunum.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print