Skip to content

8 Gróttuleikmenn í hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ fór fram í byrjun desember í Kaplakrika. 107 krakkar frá 17 félögum voru boðuð á æfingarnar en þetta var í annað sinn á tímabilinu sem krakkar fædd 2010 voru boðuð.

Hæfileikamótun HSÍ er krefjandi og jafnframt skemmtilegt verkefni fyrir krakkana enda var æft stíft auk fyrirlesturs og funda. HSÍ bauð svo upp á mat á milli æfinga.

Þessir hæfileikaríku krakkar æfðu frá föstudegi til sunnudags í frábæru umhverfi með bestu leikmönnum landsins í þessum árgangi. Þetta er gríðarlega efnilegur hópur og framtíðin svo sannarlega björt hjá okkur.

Þetta eru þeir leikmenn sem voru valdir frá Gróttu:

Jón Bjarni Pálsson
Kristján Ólafur Gíslason
Oliver Örtenblad Bergmann
Sigurður Halldórsson
Soffía Helen Sölvadóttir
Sylvía Sigrún Eðvarðsdóttir
Tristan Gauti Línberg Arnórsson

Þorgerður Anna Grímsdóttir

Við óskum krökkunum til hamingju með valið !

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print