Skip to content

Nýr framkvæmdastjóri Gróttu

Íþróttafélagið Grótta hefur ráðið nýjan framkvæmdarstjóra til forystu í félaginu.

Jón Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Gróttu. Jón, sem er viðskiptafræðingur og mannauðsstjóri að mennt, var valinn úr hópi fjölda umsækjanda. Hann hefur víðtæka starfsreynslu og kemur til Gróttu frá Krumma ehf. þar sem hann hefur starfað sem markaðsstjóri síðastliðin sjö ár. Jón hefur áralanga reynslu sem stjórnandi, bæði hjá 365 Miðlum og fyrirtækinu Bestseller, en á einnig að baki farsælan feril innan íþróttahreyfingarinnar sem afreksstjóri Fram á árunum 2009-2012.

Jón er þekktur af jákvæðni og metnaði og er Aðalstjórn Gróttu er því afar ánægð með að fá hann til liðs við félagið og er full tilhlökkunar að sjá hann stýra félaginu inn í framtíðina. 

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print