Þjálfarar óskast í Gróttu

Fimleikadeild og handknattleiksdeild Gróttu leita eftir þjálfurum fyrir vorönn sem að nú fer að hefjast.

Hægt er að sækja um á alfred.is fyrir fimleikadeildina, sjá hér-https://alfred.is/starf/fimleikathjalfarar-oskast-i-grottu, eða senda póst á hansina@grotta.is. Varðandi þjálfun í handknattleiksdeildinni er hægt að senda á magnuskarl@grotta.is, yfirþjálfara, upp á ítarlegri upplýsingar eða til að senda inn umsókn.

Við viljum hvetja alla þá aðila sem að hafa áhuga á því að þjálfa fyrir hönd Gróttu að sækja um störfin sem fyrst.

Áfram Grótta

Antoine og U18 ára landsliðið í 2.sæti

Seinustu daga hefur U18 ára landslið karla með okkar manni Antoine Óskari Pantano leikið á sterku æfingamóti í Þýskalandi sem ber heitið Sparkassen Cup. 6 þjóðum er boðin þátttaka á mótinu og í ár voru það auk Íslendinga, Ungverjar, Slóvenar, Svisslendingar, Hollendingar, Belgar auk heimamanna í Þýskalandi og úrvalsliðs Saar-héraðs en mótið fer einmitt þar fram.

Íslendingar léku í riðli með Belgum, Saar-héraði og Þýskalandi. Ísland vann Saar-hérð og Belga örugglega en tapaði með átta marka mun gegn Þjóðverjum. Í undanúrslitum lék liðið gegn Slóvenum og eftir að hafa verið undir stærstan hluta leiksins jöfnuðu Íslendingar undir lokin og tryggði liðinu vítakeppni. Þar unnu Íslendingar og liðið fékk því farseðilinn í úrslitaleikinn. Þar mætti strákarnir okkar Þjóðverjum aftur. Líkt og í riðlakeppninni voru heimamenn sterkari og Ísland þurfti að láta sér nægja silfurverðlaunin að þessu sinni.

Líkt og liðið í heild sinni stóð Antoine sig vel og skoraði 15 mörk í mótinu. Samhliða því stóð hann varnarleikinn vel. Næsta stóra verkefni U18 ára landsliðs karla er í sumar þegar liðið leikur á EM í ágúst. Það eru því spennandi tímar framundan hjá liðinu.

Myndir: HSÍ – Handknattleikssamband Íslands

8 Gróttuleikmenn í hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ fór fram í byrjun desember í Kaplakrika. 107 krakkar frá 17 félögum voru boðuð á æfingarnar en þetta var í annað sinn á tímabilinu sem krakkar fædd 2010 voru boðuð.

Hæfileikamótun HSÍ er krefjandi og jafnframt skemmtilegt verkefni fyrir krakkana enda var æft stíft auk fyrirlesturs og funda. HSÍ bauð svo upp á mat á milli æfinga.

Þessir hæfileikaríku krakkar æfðu frá föstudegi til sunnudags í frábæru umhverfi með bestu leikmönnum landsins í þessum árgangi. Þetta er gríðarlega efnilegur hópur og framtíðin svo sannarlega björt hjá okkur.

Þetta eru þeir leikmenn sem voru valdir frá Gróttu:

Jón Bjarni Pálsson
Kristján Ólafur Gíslason
Oliver Örtenblad Bergmann
Sigurður Halldórsson
Soffía Helen Sölvadóttir
Sylvía Sigrún Eðvarðsdóttir
Tristan Gauti Línberg Arnórsson

Þorgerður Anna Grímsdóttir

Við óskum krökkunum til hamingju með valið !