Ofurhetjumót Fimleikadeildar Gróttu og Colgate, fer fram um helgina, þar sem alls 300 ofurhetjur frá fjórum félögum sýna listir sínar í fimleikum. Keppt verður í 6. þrepi, bæði hjá stúlkum og drengjum, auk keppni í fimmta, fjórða og þriðja þrepi stúlkna. Undirbúningur fyrir mótið er á fullum og mikil tilhlökkun ríkir innan Gróttu. Fylgjast má með mótinu á Instagram-síðu fimleikadeildar Gróttu @grottafimleikar og á Facebook-síðu deildarinnar, Grótta Fimleikar.
Við óskar öllum keppendum góðs gengis á mótinu og hlökkum til að taka á móti gestum í Hertz- höllina um helgina.