Skráning í Handbolta- og Afreksskóla Gróttu

Skráningin í Handboltaskóla Gróttu stendur yfir og lítur úr fyrir frábært námskeið í ágúst. Skráningin fer fram í gegnum Sportabler. Handboltaskóli Gróttu er fyrir krakka f. 2015-2010 eða þá krakka sem verða í 1. – 6. bekk í grunnskóla næsta haust.

Tekið verður vel á móti byrjendum sem eru að prófa handboltann í fyrsta skipti. Þátttakendum verður skipt upp eftir aldri þannig að hægt sé að koma á móts við krakkana. Skólastjóri handboltaskólans er Maksim Akbachev yfirþjálfari handknattleiksdeildar en auk hans koma þjálfarar yngri flokka Gróttu að þjálfuninni auk leikmanna meistaraflokks og góðra gesta.

Auk Handboltaskóla Gróttu býður Handknattleiksdeild Gróttu einnig upp á Afreksskóla Gróttu sem er fyrir krakka og unglinga f. 2009-2006 eða þá krakka sem verða í 7. – 10. bekk í grunnskóla næsta haust. Í afreksskólanum verður farið dýpra í handboltaþjálfunina og afrekshugsun í fyrirrúmi.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu Gróttu með því senda tölvupóst á gullijons@grotta.is

Átta frá Gróttu í Handboltaskóla HSÍ

Helgina 12. – 13. júní síðastliðinn fór fram Handboltaskóli HSÍ og Alvogen í var það í 26. sinn sem skólinn var haldinn. Um er að ræða fyrsta stig landsliða HSÍ og voru fjórir leikmenn valdir frá hverju félagi. Æfingarnar voru fjórar talsins og fóru fram í TM-höllinni í Garðabæ.

Frá Gróttu voru valin:

Arnfríður Auður Arnarsdóttir
Auður Freyja ÁrnadóttirKristín
Fríða Sc. Thorsteinsson
Sara Kristjánsdóttir

Arnar Magnús Andrason
Fannar Hrafn Hjartarson
Patrekur Ingi Þorsteinsson
Kolbeinn Thors

Grótta óskar þessum átta leikmönnum til hamingju með valið og vonar að þetta sé upphafið að einhverju stærra hjá þeim.

Skólastjórar Handboltaskóla HSÍ og Alvogen voru þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir.