Aðalfundir Gróttu 2024

Aðalfundir deilda Íþróttafélagsins Gróttu fóru fram miðvikudaginn 29. maí og fóru þeir fram í hátíðarsal félagsins.

Ólafur Örn Svansson hélt um fundarstjórnina en fundurinn hófst með skýrslu Þrastar Þórs Guðmundssonar, formanns aðalstjórnar og í kjölfarið komu formenn deilda í pontu og fóru yfir starfið á árinu.

Þröstur Þór Guðmundsson var að klára sitt síðasta ár sem formaður og Karítas Kjartansdóttir hefur tekið við af honum. Kristinn Þorvaldsson og Ragnar Rafnsson voru í fyrra kosnir til tveggja ára en Svala Sigurðardóttir og Anna Bjög Erlingsdóttir hlutu endurkjör í stjórn aðalstjórnar.

Guðjón Rúnarsson hlaut endurkjör sem formaður fimleikadeildarinnar. Jóhanna Sigmundsdóttir og Fanney Magnúsdóttir hlutu einnig endurkjör í stjórn fimleikadeildar. Annars voru breytingar á stjórn fimleikadeildar þannig að Anna Dóra Ófeigsdóttir og Sölvi Sturluson hættu og eftirfarandi komu í þeirra stað: Bylgja Ýr Tryggvadóttir, Birna Friðgeirsdóttir, Harpa Hlíf Bárðardóttir, Tinna Molphy, Tinna Rut Traustadóttir og Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir. María Björg Magnúsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hættu sem varamenn og í stað þeirra koma Guðni Steinarsson og Margrét Hauksdóttir.

Ingvi Arnar Sigurjónsson bættist við í stjórn knattspyrnudeildar en að öðru leiti voru ekki gerðar fleiri breytingar og stjórnin því núna skipuð þeim Þorsteinn Ingasyni formanni, Hörpu Frímansdóttur, Ingva Arnari Sigurjónssyni, Kristínu Huld Þorvaldsdóttur, Stefáni Bjarnasyni, Helga Héðinssyni og Hildi Ólafsdóttir. 

Ólafur Finnbogason heldur áfram sem formaður handknattleiksdeildarinnar og meðstjórnendur eru Andri Guðmundsson, Arnkell Bergmann Arnkelsson, Erla Gísladóttir, Harpa Guðfinnsdóttir, Kristbjörg Heiður Olsen og Viggó Kristjánsson.

Hulda Björk Halldórsdóttir hlaut endurkjör sem formaður barna- og unglingaráðs handknattleiksdeildar og með henni áfram eru Arndís María Erlingsdóttir, Eva Björk Hlöðversdóttir, Sunna Stefánsdóttir og Stefán Ólafur Stefánsson. Guðrún Dóra Bjarnadóttir hættir og í hennar stað kemur Arnar Þorkelsson.

Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari félagsins mætti svæðið og tók frábærar myndir.

Forskráning í fimleikadeild 2024-25

Þann 1. júní til 30. júní næstkomandi fer fram forskráning í fimleikadeild Gróttu fyrir veturinn 2024-25. Athugið að ekki er forskráning í stubbafimi en skráningin í stubbafimi opnar 1. júlí. 

Greitt er 15.000 kr skráningargjald með kreditkorti við skráningu. Skráningargjaldið er óafturkræft en dregst frá æfingagjöldum næsta vetrar. Komi upp sú staða að fimleikadeildin þurfi að neita umsækjendum um pláss er möguleiki á að óska eftir að fá skráningargjaldið endurgreitt.

Athugið að biðlistinn fellur nú úr gildi og allir sem vilja komast að næsta vetur þurfa að forskrá sig. Eftir að forskráningu lýkur verður hægt að skrá á biðlista.

Skráning fer fram hér:  https://www.abler.io/shop/grotta/fimleikar

Aðalfundir Gróttu – Breytt tímasetning

Því miður þarf að færa fyrirhugaða aðalfundi sem áttu á vera fimmtudaginn 16. maí til miðvikudagsins 29. maí vegna seinkunar á gerð ársskýrslu. Aðalfundirnir hefjast kl. 17:30 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:30.

Kvennakvöld Gróttu 2024 – Miðasala er hafin!

Nú styttist heldur betur í kvennakvöld Gróttu sem verður haldið í hátíðarsal félagsins miðvikudaginn 8. maí næstkomandi. Miðasala er hafin inn á: Tix.is – Konukvöld Gróttu

🥂 Fordrykkur frá kl. 18:00. 

💃 Anna Þorbjörg Jónsdóttir Nesbúi og partýpinni verður veislustjóri og mun halda utan um dagskrána.

👌 Ljúffengt smáréttahlaðborð frá Matarkompaní. 

🛍 Glæsilegt happdrætti!  

💃Birna Rún Eiríksdóttir leikkona og grínisti verður með uppistand. 

🎤“Gróttupabbinn” talar

🎸Jón Sigurðsson aka 500 kallinn mætir með gítarinn tekur nokkra góða slagara. 

⭐️DJ Annanymous heldur uppi stuðinu fram á nótt. 

Kvennakvöldið er fjáröflun fyrir meistaraflokka knattspyrnu- og handknattleiksdeildar Gróttu. Miðasala er inn á: Tix.is – Konukvöld Gróttu

Nánari upplýsingar um vinninga og annað verður birt á Facebook viðburði: Kvennakvöld Gróttu 2024 | Facebook

Fyrir hópa er hægt að bóka borð í gegnum tölvupóst grotta@grotta.is. Þú vilt ekki missa af þessari veislu, hlökkum til að sjá þig! 🥂🥳

Aðalfundir Gróttu – breytt tímasetning

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur aðalfundum Gróttu verið frestað til fimmtudagsins 16. maí. Aðalfundirnir hefjast kl. 17:30 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:30. Eftir að fundunum lýkur verður öllum fundargestum boðið upp á léttar veitingar.

Íþróttafélagið Grótta 57 ára!

Íþróttafélagið Grótta fagnar í dag 57 ára afmæli sínu. Félagið var stofnað 24. apríl árið 1967. Til að byrja með var félgið ekki deildaskipt þar sem eingöngu var stunduð knattspyrna en í dag eru eru starfræktar þrjár öflugar deildir; fimleikadeild, handknattleiksdeild og knattspyrnudeild. Á undarnförnum árum hefur starf félagsins elfst til muna.  Félagafjöldi Íþróttafélagsins hefur aldrei verið meiri og Gróttusamfélagið vaxið mikið síðustu ár. Við erum afar stolt af því þar sem íþróttastarf er mikilvægur liður í bættri lýðheilsu og hefur mikið forvarndargildi. Við erum staðráðin í því að halda áfram að byggja upp öflugt og gott íþróttasamfélag sem heldur utanum og hlúir að öllum iðkendum sem og félagsmönnum. Til hamingju með daginn kæra Gróttufólk!

Aðalfundir Gróttu 2024

Aðalfundir aðalstjórnar og deilda Íþróttafélagsins Gróttu fara fram þriðjudaginn 30. apríl 2024 í hátíðarsal Gróttu. Aðalfundirnir hefjast kl. 17:30 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:30. Eftir að aðalfundum lýkur verður öllum fundargestum boðið upp á léttar veitingar.

Fyrirspurnum og framboðum til stjórna skal skilað á netfangið jon@grotta.is.

Freyja og Auður Anna kepptu á Norðurlandamóti í áhaldafimleikum 2024

Norðurlandamótið í áhaldafimleikum var haldið í Osló í Noregi á dögunum. Grótta átti tvo keppendur á mótinu þær Freyju Hannesdóttur og Auði Önnu Þorbjarnardóttur. Freyja keppti með Íslenska kvennalandsliðinu sem gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari í liðakeppni. Auður Anna keppti með Íslenska stúlknalandsliðinu sem náði einnig frábærum árangri á mótinu og hafnaði í öðru sæti. Á mótinu var einnig keppt til úrslita í fjölþraut og á einstaka áhöldum og Auður Anna var fyrst inn í úrslit á stökki og endaði í 6. sæti sem er virkilega vel gert.

Við óskum keppendum og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með frábæran árangur.

Forsetahjónin heimsækja íþróttahús Gróttu

Forsetahjónin

Í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar munu Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, og El­iza Reid for­setafrú fara í op­in­bera heim­sókn á Seltjarn­ar­nes á morg­un, þriðju­dag.

For­seta­hjón­in verða all­an dag­inn á Seltjarn­ar­nesi. Þau munu fara víða til að hitta bæj­ar­búa og kynn­ast sam­fé­lag­inu en seinnipart dags eða í kringum 16:15 koma þau í heimsókn í íþróttahús Gróttu. Endilega takið vel á móti þeim og sýnum okkar frábæra starf í fullu fjöri.