Skip to content

Katrín Anna Ásmundsdóttir og Kristófer Melsted kjörin Íþróttafólk Gróttu 2024

Kjör Íþróttafólks Gróttu var haldið þriðjudaginn 11. mars við hátíðlega athöfn í hátíðarsal Gróttu. Viðburðurinn er fastur liður ár hvert þar sem veittar eru viðurkenningar fyrir árangur og framlag einstaklinga innan félagsins.

Helstu viðurkenningar

Kristófer Melsted knattspyrnumaður var kjörinn Íþróttamaður Gróttu og Katrín Anna Ásmundsdóttir handknattleikskona var kjörin Íþróttakona Gróttu.

Hrafn Ingi Jóhannsson handknattleiksmaður var valinn Íþróttamaður æskunnar og Rebekka Sif Brynjarsdóttir knattspyrnukona var kjörin Íþróttakona æskunnar.

Tomas Bekkavik fimleikaþjálfari var valinn þjálfari ársins.

Sjálfboðaliðar ársins
Sjálfboðaliðar gegna lykilhlutverki í íþróttafélögum með ómetanlegu framlagi sínu þar sem þeir gefa tíma sinn og krafta til að skapa öflugt íþróttaumhverfi. Við kunnum sjálfboðaliðum miklar þakkir fyrir óeigingjarnt starf sitt sem gerir fjölbreytta íþróttastarfsemi mögulega og styrkir samheldni innan félagsins. Sjálfboðaliðar ársins 2024 eru Aron Bjarki Arnarsson hjá handknattleiksdeild og Lilja Nótt Þórarinsdóttir hjá knattspyrnudeild.

Viðurkenningar til þeirra sem kepptu fyrir íslandshönd í fyrsta sinn á árinu

Þrír íþróttamenn hlutu viðurkenningu fyrir að hafa keppt fyrir Íslandshönd í fyrsta sinn á árinu 2024 en það voru þau Atli Steinn Arnarsson, Anna Karólína Ingadóttir og Bessi Teitsson

Bronsmerki Gróttu hlutu: Ari Pétur Eiríksson, Arnar Þór Helgason, Edda Andradóttir, Eva Björk Hlöðversdóttir, Bjarni Rögnvaldsson, Helgi Héðinsson, Hulda Björk Halldórsdóttir, Filip Andonov, Katrín Viðarsdóttir, Kristín Gísladóttir, Kristín Björg Svövudóttir, Kristín Huld Þorvaldsdóttir, Tinna Bjarkar Jónsdóttir, Patrekur Pétursson Sanko, Páll Þórólfsson og Pétur Theodór Árnason.

Silfurmerki Gróttu hlutu: Anna Björg Erlingsdóttir og Jórunn María Þorsteinsdóttir.

Gullmerki Gróttu hlaut: Andri Sigfússon.

Að kjöri loknu var boðið upp á léttar veitingar fyrir gesti. Eyjólfur Garðarsson var viðstaddur og festi viðburðinn á filmu en hann hefur um árabil sinnt ómetanlegu starfi fyrir Gróttu með því að mynda mikilvæga viðburði innan félagsins.

Grótta óskar öllum viðtakendum til hamingju og þakkar þeim kærlega sem láta gott af sér leiða innan félagsins.

ÁFRAM GRÓTTA!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print