Verbúðarball 10. sept / miðasala hefst á mánudag

Grótta heldur alvöru sveitaball sem heitir VERBÚÐARBALL 10. september í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Verbúðarbandið ásamt Stebba Hilmars og Selmu Björns gerir allt vitlaust en í verbúðarbandinu er valinn maður í hverju rúmi undir stjórn Vignis Snæs (hljómsveitarstjóra).

Verbúðarbandið er skipað:
Vignir Snær Vigfússon hljómsveitarstjóri og gítarleikari. Þorbjörn ‘Tobbi’ Sigurðsson bassaleikari. Andri Guðmundsson hljómborðsleikari og Þorvaldur ‘Doddi’ Þorvaldsson trommari.

Risastór leynigestur verður kynntur þegar nær dregur balli. Tryggið ykkur miða í tíma en miðasala hefst mánudaginn 27. júní kl. 12:00

Forsöluverð: 4.990kr út júlí
Almennt verð: 5.990kr frá 1. ágúst fram að balli

Ekki missa af stærsta balli ársins !!

Skráning á sumarnámskeið

Sumarstarfið verður með hefðbundu sniði og verður gott framboð af spennandi afþreyingu fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6 -18 ára á Seltjarnarnesi, líkt og undanfarin ár. Skráning opnar þriðjudaginn 3. maí kl. 12:00.

Halda áfram að lesa

Aðalfundir Gróttu – Þröstur nýr formaður

Aðalfundir deilda og ráða Íþróttafélagsins Gróttu fóru fram í gærkvöldi, þriðjudaginn 26. apríl og fóru þeir fram í hátíðarsal félagsins. 

Guðmundur Sigurbergsson formaður UMSK hélt um fundarstjórnina en fundurinn hófst með skýrslu Braga Björnssonar, formanns aðalstjórnar og í kjölfarið komu formenn og gjaldkerar deilda og ráða í pontu og fóru yfir starfið á árinu og rekstrarniðurstöður. 

Heilt yfir gekk rekstur félagsins vel á árinu og hefur reksturinn almennt verið í góðu jafnvægi á árinu 2021 þrátt fyrir að covid faraldurinn hafði minnt á sig.

Þröstur Guðmundsson tók við formennsku aðalstjórnar af Braga Björnssonar sem lætur af störfum eftir formennsku í 4 ár.   Aðrar breytingar á aðalstjórn eru að Anna Björg Erlingsdóttir og Svala Sigurðardóttir koma nýjar í stjórn en Bragi og Fanney Rúnarsdóttir fara úr stjórn. 

Stjórn fimleikadeildar og handknattleiksdeildar er óbreytt.
Í stjórn unglingaráðs handknattleiksdeildar var sú breyting að Guðrún Dóra Bjarnadóttir kemur inn í stað Hildar Ýrar Hjálmarsdóttir. 

Stjórn knattspyrndudeildar er sú breyting að Pétur Ívarsson og Margrét Dagbjört Flygenring Pétursdóttir hverfa úr stjórn en inn koma Helgi Héðinsson, Hildur Ólafsdóttir og Stefán Bjarnason. 

Gefin var út glæsileg árskýrsla fyrir síðasta ár:
https://grotta.is/wp-content/uploads/2022/04/A%CC%81rssky%CC%81rsla-Gro%CC%81ttu-2021-ok-web.pdf

Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari félagsins mætti svæðið og tók frábærar myndir sem lýsa vel heppnuðum aðalfundi. 

Aðalfundir Gróttu næsta þriðjudag

Aðalfundir aðalstjórnar og deilda Íþróttafélagsins Gróttu fara fram þriðjudaginn næsta (26. apríl)
Aðalfundirnir hefjast kl. 17:30 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:30.

Eftir að aðalfundum lýkur verður öllum fundargestum boðið upp á léttar veitingar.

Hrafnhildur nýr framkvæmdastjóri fimleikadeildar

Stjórn fimleikadeildar gekk nýverið frá ráðningu Hrafnhildar Sigurjónsdóttir sem framkvæmdastjóra fimleikadeildar meðan Ólöf Línberg verður í fæðingarorlofi. Við hlökkum til að vinna með Hrafnhildi í nýju hlutverki og sendum Ólöfu okkar bestu kveðjur og óskir.
kveðja, Stjórn Fimleikadeildar

Ofurhetjumót Gróttu og MINISO tókst vel

Ofurhetjumót Fimleikadeildar Gróttu og MINISO fór fram um síðustu helgi og sýndu alls 400 ofurhetjur frá 8 félögum listir sínar. Mótið gekk ótrúlega vel og þökkum við öllum keppendum og foreldrum þeirra fyrir komuna. Þjálfurum og dómurum þökkum við fyrir vel unnin störf ásamt öllum þeim sjálfboðaliðum sem lagt hafa hönd á plóg. Við þökkum aðalstyrktaraðila mótsins versluninni MINISO í Kringlunni sérstaklega fyrir stuðninginn en allir keppendur fóru heim með glaðning frá þeim.

Ofurhetjumót Miniso um helgina

Hið árlega ofurhetjumót Miniso verður haldið um helgina í fimleikahúsi Gróttu. Aldrei hafa fleiri þáttakendur tekið þátt í mótinu en alls sýna 430 keppendur frá átta félögum listir sínar og keppa í 3., 4., 5. og 6. þrepi íslenska fimleikastigans.
Félögin sem taka þátt auk Gróttu eru Gerpla, Björk, Ármann, Stjarnan, Keflavík, Fjölnir og Fylkir.

Opið er fyrir miðasölu á mótið inn á Tix.is https://tix.is/is/buyingflow/tickets/12807/

Ofurhetjur á fimleikamóti
Ofurhetjur á fimleikamóti

Leikir & mót framundan

HANDKNATTLEIKUR 

Næsta umferð í Olís Deild karla verður spiluð á miðvikudaginn næsta (23 feb) og þá er gríðarlega mikilvægur leikur þegar HK kemur í heimsókn til okkar í Hertz höllina og hefst leikurinn kl. 19:30.  Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið því HK situr í 11 sæti með 3 stig en Grótta með 7 stig í 10 sætinu og með sigri nær Grótta að kljúfa sig enn frekar frá botnsætunum. 

Meistaraflokkur kvenna á leik í bikarnum í kvöld (fimmtudag) en þær mæta ÍR í Austurbergi kl. 19:30.
Grill 66 deild kvenna er fríi fram í mars vegna landsleikja. Næsti leikur kvennaliðs Gróttu er gegn U-liði ÍBV 18 mars. 

U-lið Gróttu á leik um helgina þegar þeir mæta Selfoss 2 á Selfossi föstudaginn kl. 19:30. 

KNATTSPYRNA

Karlalið Gróttu mætir Þrótti Vogum í fyrsta heimaleik liðsins á laugardaginn í Lengjubikarnum  kemur (19.feb) kl. 14:00. 

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur leik 6. mars í Lengjubikarnum þegar þær mæta Sindra á Vivaldi vellinum kl. 13:00. 

FIMLEIKAR

Það styttist í stærsta mót fimleikdadeildar en hið árlega MINISO Ofurhetjumót Gróttu er helgina 4-6 mars.