Strákarnir fóru á sitt fyrsta mót í vetur með 8 lið sem öll tóku miklu framförum og stóðu sig vel! Strákarnir eru að standa sig frábærlega og geta ekki beðið eftir næsta móti.
Halda áfram að lesaFrábær helgi að baki hjá 7. fl kvenna í handbolta
Stelpurnar í 7. fl. kvenna fóru á sitt fyrsta mót í vetur með 4 lið sem öll tóku miklu framförum og stóðu sig vel!
Halda áfram að lesaYngra árið í 5.flokki kvenna stóð sig vel
Yngra árið í 5.flokki kvenna skráði tvö lið til leiks um síðustu helgi og voru bæði lið saman í riðli en Stjanan 2 og Haukar 1 voru einnig með okkar liðum í riðli. Það var virkilega skemmtilegt að sjá bæði lið spila og flottir taktar hjá okkar stúlkum.
Halda áfram að lesaFrábær árangur hjá 8.fl karla í handbolta
Grótta sendi 5 lið til keppni og var hart barist í öllum leikjum. Strákarnir sýndu mikla takta og nutu sín í botn. Frábært mót hjá Aftureldingu og verður gaman að fylgjast með þessum strákum í framtíðinni.
Halda áfram að lesa5 flokkur kvenna stóðu uppi sem sigurvegarar
Eldra árið í 5. flokki kvenna skráði tvö lið til leiks á Íslandsmótið um helgina. Bæði lið stóðu sig með mikilli prýði, unnu alla sína leiki og stóðu uppi sem sigurvegarar í sínum deildum.
Halda áfram að lesa6 flokkur kvenna deildarmeistarar
Stelpurnar í 6. flokki kvenna á eldra ári stóðu sig frábærlega á fyrsta móti vetrarins. Þær urðu deildarmeistarar á Skittles mótinu sem var haldið í ÍR. Stelpurnar spiluðu 4 leiki og unnu þá alla. Þær skoruðu 42 mörk og fengu á sig 13 mörk – þvílíkur árangur.
Halda áfram að lesa6. flokkur karla á Orkumótinu í Eyjum
Eldra ár 6. flokks karla hélt til Vestmannaeyja í síðustu viku til að spila á Orkumótinu. Grótta fór með þrjú lið á mótið sem samanstóðu af 24 drengjum. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og var hópurinn vel samstilltur og var ótrúlega góður andi í öllum sem voru í Gróttu. Öll liðin stóðu sig frábærlega á vellinum, spilið hjá drengjunum til fyrirmyndar og voru allir staðráðnir í að standa sig eins vel og þeir gátu fyrir liðsfélagana sína og sitt lið. Utan vallar voru þeir til fyrirmyndar og voru flottir fulltrúar Gróttu.
5. flokkur kvenna á TM-mótinu í Eyjum
Á dögunum héldu pæjurnar í 5. flokki Gróttu á TM-mótið í Vestmannaeyjum, betur þekkt sem Pæjumótið. Annað árið í röð fóru 34 stelpur frá Gróttu sem skipuðu fjögur lið, hvorki meira né minna!
Grótta1 gerði sér lítið fyrir og endaði í 4. sæti mótsins sem er besti árangur Gróttu frá upphafi. Ennfremur jöfnun á besta árangri 5. flokks Gróttu á stórmóti í en A-lið 5.fl.kk hjá Gróttu endaði í 4. sæti á N1-mótinu árið 2009. Arnfríður Auður Arnarsdóttir var fulltrúi Gróttu í landsleiknum og skoraði tvö mörk fyrir framan troðfulla stúku. Í mótslok var Aufí, eins og hún er oftast kölluð, valin í úrvalslið mótsins.
Grótta2 byrjaði brösuglega en komst svo á þvílíka siglingu og sigraði alla sína leiki á öðrum degi. Stelpurnar héldu áfram að spila vel á lokadeginum og voru ekki langt frá því að komast í úrslit í sinni deild. Enduðu sem fimmta hæsta B-lið mótsins.
Grótta3 byrjaði hægt en óx jafnt og þétt eftir því sem leið á mótið. Sama má í raun segja um stelpurnar í Gróttu4 en þar voru allar á sínu fyrsta Pæjumóti og þurftu því sinn tíma til að venjast aðstæður.
Auk fótboltans fór Gróttuliðið í skemmtilegra siglingu og tók þátt í hæfileikakeppni. Stelpurnar voru Gróttu til mikils sóma á móti og mikið gleðiefni að svo stórir og glæsilegir hópar stelpna séu nú á fleygiferð í fótbolta hjá Gróttu.
7. flokkur karla á Norðurálsmótinu
Helgina 19.-21. júní hélt 7. flokkur karla á Akranes til að spila á hinu fræga Norðurálsmóti. Grótta fór með 39 drengi í sjö liðum á mótið svo það var nóg um að vera hjá strákunum og þjálfurum. Spilað var á Akranesi þrjá daga í röð, föstudag til sunnudag, og gist á Skaganum. Margir voru að fara á sitt fyrsta stórmót og því mikil spenna í hópnum. Mótið gekk mjög vel hjá drengjunum og allir fóru glaðir heim, þótt margir hefðu helst vilja vera aðeins lengur 😊
7. flokkur kvenna á Kristalsmóti Gróttu
Kristalsmót Gróttu fór fram þann 21. júní á Vivaldivellinum en á mótið var fyrir 7. flokk kvenna. Um 200 stelpur mættu á mótið frá Gróttu, Val, Stjörnunni, Fylki, Álftanesi, HK og FH. Sólin skein á Vivaldivellinum og mótið gekk gríðarlega vel! Allir fóru heim með medalíu, Kristal og bros á vör.