Íþróttanámskeið í ágúst

Grótta ætlar líkt og síðustu ár að hafa sumarnámskeið í ágústmánuði. Öll börn eru hvött til að sækja námskeiðin og kynna sér íþróttirnar sem eru í boði í Gróttu. Engin krafa er gerð um reynslu til að taka þátt á námskeiðunum.

Halda áfram að lesa

Takk fyrir að vera til fyrirmyndar

Frá því að Covid faraldurinn hófst hafa starfsmenn og þjálfara Gróttu sem og sjálfboðaliðar sem koma að starfi félagsins tekist á við erfiðar áskoranir sem reynt hafa verulega á þolgæði og útsjónarsemi allra þessara aðila.

Halda áfram að lesa

Fagráð Gróttu verður til

Síðastliðinn fimmtudag fór fram fyrsti fundur fagráðs Gróttu. Fagráðið er stofnað í þeim tilgangi að styrkja viðbrögð félagsins við málum sem kunna að koma upp og tengjast áreitni, einelti og ofbeldi. Í aðgerðaráætlun Gróttu kemur fram að í fagráðinu, sem skipað er til tveggja ára í senn, sitja þrír óháðir aðilar sem hafa fagþekkingu og reynslu af meðferð mála af þessu tagi.

Í fagráðinu sitja:

– Erla Kristín Árnadóttir, lögfræðingur
– Grímur Sigurðsson, lögmaður
– Sjöfn Evertsdóttir, sálfræðingur

Varamenn eru:
– Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur
– Viðar Lúðvíksson, lögmaður

Næsti fundur ráðsins er í ágústmánuði en þar mun ráðið gera sér verklagsreglur um starfsemi ráðsins sem verða auglýstar til félagsmanna í kjölfarið.

Í viðhengi má finna aðgerðaráætlun Gróttu gegn áreitni, einelti og ofbeldi og viðbragðsáætlun vegna tilkynninga um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni og annað ofbeldi. Eru þjálfarar og stjórnarmenn beðnir um að kynna sér þessar áætlanir.

https://grotta.is/wp-content/uploads/2020/06/Adgerdaaetlun.Grottu.gegn_.areitni.eineltiogofbeldi.pdf

https://grotta.is/wp-content/uploads/2020/06/Fagrad.Grottu.Ferli_.pdf

Íþrótta- og veislusalir til leigu

Íþróttafélagið Grótta leigir út íþróttasali sína til almennings eftir að dagskrá félagsins er lokið á virkum kvöldum og um helgar. Við bjóðum upp á tvo stórglæsilega sali í leigu þar sem hægt er að halda ýmiss konar mannamót svo sem fermingarveislur, ættarmót, brúðkaupsveislur, stórafmæli og margt fleira.

Halda áfram að lesa

Breytingar á lögum Gróttu

Á aðalfundi Gróttu sem fram fer nk. fimmtudag 4. júní kl. 17:00 í hátiðarsal Gróttu liggja fyrir til samþykktar breytingar á lögum félagsins. Hér meðfylgjandi má finna lögin eins og þau líta út eftir breytingar en þau liggja einnig á skrifstofu félagsins til kynningar.

Halda áfram að lesa

Nýr styrktarsamningur undirritaður

Nýr 3ja ára samstarfssamningur milli Seltjarnarnesbæjar og Gróttu undirritaður. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Þröstur Þór Guðmundsson varaformaður Gróttu undirrituðu nýjan samtarfssamning sem lýtur að því markmiði að tryggja öflugt og fjölbreytt íþróttastarf á Seltjarnarnesi. Um er að ræða 3ja ára samning sem gildir til 31. desember 2022.

Halda áfram að lesa

Þór Sigurðsson nýr yfirstyrktarþjálfari

Íþróttafélagið Grótta gekk nú í kvöld frá ráðningu Þórs Sigurðssonar í nýtt starf yfirstyrktarþjálfara Gróttu. Þór sem er 42 ára gamall kom til starfa hjá félaginu haustið 2017 og hefur síðan þá þjálfað elstu flokka karla- og kvennamegin í handbolta og fótbolta við afar góðan orðstír.

Halda áfram að lesa