Flott helgi að baki hjá 5.flokki kvenna eldri

Eldra árið í 5.flokki kvenna tefldi fram tveimur liðum um helgina þegar þær tóku þátt á sínu öðru Íslandsmóti. Mótið fór fram hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Lið 2 spilaði á laugardeginum í 4.deildinni. Þær léku gegn Stjörnunni í fyrsta leik þar sem þær unnu 16-11, flottur sigur hjá þeim. Næstu tveir leikir voru gegn Haukum og svo Fram. Báðir leikirnir enduðu með jafntefli, 13-13 gegn Haukum og 7-7 gegn Fram. Flott frammistaða hjá Gróttustúlkur. Síðasti leikur liðsins var síðan aftur gegn Haukum þar sem þær unnu 10-9 eftir jafnan og spennandi leik. Lið 2 vann því deildina og munu því spila í 3.deildinni á næsta móti. Flott frammistaða og miklar framfarir hjá stúlkunum okkar.

Lið 1 spilaði á sunnudeginum í 2.deildinni. Fyrsti leikur var gegn Víkingi og unnu þær góðan sigur 12-8 eftir hafa verið yfir allan leikinn. Næsti leikur var gegn Fram og unnu þær 16-13 eftir spennandi leik. Þriðji leikurinn var gegn ÍBV og var hann jafn og spennandi. Leikurinn endaði með flottum sigri Gróttu 19-17. Síðasti leikurinn var síðan gegn Fram og voru þær með yfirhöndina allan leikinn og unnu góðan sigur 15-11. Lið 1 vann því 2.deildina og munu því spila í 1.deildinni á næsta móti.Flott frammistaða hjá stelpunum og má greinilega sjá framfarir hjá báðum liðum.

Það verður áfram spennandi að fylgjast með þeim í vetur. Þjálfarar stelpnanna eru þeir Davíð Örn Hlöðversson og Patrekur Pétursson Sanko.