Skip to content

Kjör á íþróttamanni og konu Seltjarnarness 2024

Kjör á íþróttamanni og konu Seltjarnarness 2024 fór fram í hátíðarsal Gróttu fimmtudaginn 31.janúar síðastliðinn.

Níu einstaklingar voru tilnefndir að þessu sinni, en til þess að vera kjörgengur þarf íþróttamaðurinn/konan að búa á Seltjarnarnesi.

Fimleikakonan Auður Anna Þorbjarnadóttir var tilnefnd til íþróttakonu Seltjarnarness.

Auður æfir áhaldafimleika með Stjörnunni en áður æfði hún með Gróttu í árabil.

Innilega til hamingju með tilnefninguna Auður.

Einnig var ungt og efnilegt íþróttafólk heiðrað á samkomunni.

Þær Harpa Hrönn Egilsdóttir og Eva Bryndís Ragnheiðardóttir æfa báðar fimleika með Gróttu og fengu báðar viðurkenningu í þessum flokki.

Innilega til hamingju stelpur

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print