Rauð viðvörun – Allar æfingar falla niður

Allar æfingar falla niður í dag, miðvikudaginn 5. febrúar hjá öllum deildum félagsins.

Foreldrar eru beðnir að sækja þau börn sem eru nú þegar komin í Íþróttahúsið.

Samkvæmt veðurstofu Íslands getur verið hættulegt að vera utandyra og því hvetjum við fólk til að vera heima.

Kjör á íþróttamanni og konu Seltjarnarness 2024

Kjör á íþróttamanni og konu Seltjarnarness 2024 fór fram í hátíðarsal Gróttu fimmtudaginn 31.janúar síðastliðinn.

Níu einstaklingar voru tilnefndir að þessu sinni, en til þess að vera kjörgengur þarf íþróttamaðurinn/konan að búa á Seltjarnarnesi.

Fimleikakonan Auður Anna Þorbjarnadóttir var tilnefnd til íþróttakonu Seltjarnarness.

Auður æfir áhaldafimleika með Stjörnunni en áður æfði hún með Gróttu í árabil.

Innilega til hamingju með tilnefninguna Auður.

Einnig var ungt og efnilegt íþróttafólk heiðrað á samkomunni.

Þær Harpa Hrönn Egilsdóttir og Eva Bryndís Ragnheiðardóttir æfa báðar fimleika með Gróttu og fengu báðar viðurkenningu í þessum flokki.

Innilega til hamingju stelpur

Appelsínugul viðvörun

Kæru foreldrar ‼️⚠️

Vegna veðurviðvörunar sem tekur gildi kl. 14:00 í dag og á morgunn vekjum við athygli á eftirfarandi:

Allar æfingar hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar falla niður í dag og á morgunn.

Æfingar verða á sínum stað hjá handbolta- og fimleikadeild. Ef þið metið að aðstæður séu ekki nægilega öruggar fyrir barnið ykkar til að mæta þá sýnum við því að sjálfsögðu skilning. Foreldrar eru hvattir til þess að merkja við í Abler hvort iðkendur mæta.