Helgina 7-9 febrúar fór fram GK-mót yngri í Gerplu, þar sem Grótta tók þátt með fjögur lið: eitt lið í 4. flokki, tvö lið í stökkfimi 4. flokks og eitt lið í keppnisflokki KKY.
Grótta náði góðum árangri í stökkfimi þar sem annað liðið hafnaði í 1. sæti og hitt í 9. sæti. Liðið í 4. flokki endaði í 8. sæti, í A- deild og keppnisflokkur KKY hafnaði í 5. sæti.
Fimleikadeild Gróttu er stolt af árangri sinna keppenda og óskar þeim innilega til hamingju með frammistöðuna og hlakkar til að fylgjast með yngri flokkum deildarinnar í hópfimleikum.
Áfram Grótta!

