Skip to content

Handboltaskóli Gróttu/KR

Vetrarleyfi grunnskólanna er á næsta leiti. Eins og undanfarin ár verður Handboltaskóli Gróttu/KR starfræktur þá daga. Skólinn verður í Hertz-höllinni milli kl. 09:00-12:00 og fer skráningin fram í Abler.

Skipt verður í hópa eftir aldri. Námskeiðið er jafnt fyrir þá sem æfa og hafa ekki æft áður. Stelpur eru sérstaklega hvattar til að skrá sig á námskeiðið.

Þjálfarar námskeiðsins eru þjálfarar deildarinnar og leikmenn meistaraflokks. Hvor dagur kostar eingöngu 3000 kr.

Beinn hlekkur á skráninguna er hérna: https://www.abler.io/…/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzgwNTU=

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print