Skip to content

Hákon valinn markmaður ársins í Svíþjóð 


Hákon Rafn Valdimarsson hefur verið valinn sem besti markvörður tímabilsins í efstu deild sænska boltans! Hákon Rafn var aðalmarkvörður Elfsborg á tímabilinu og fékk liðið aðeins 26 mörk á sig í 30 leikjum, en ekkert lið fékk færri mörk á sig.
Hákon, sem er ekki nema 22 ára gamall, hefur verið að gera frábæra hluti í sænska boltanum síðan hann fór þangað frá Gróttu árið 2021. Hákon á að baki fjóra A-landsleiki fyrir Ísland og spilaði hann alla deildarleiki Elfsborg á tímabilinu sem var að ljúka að einum undanskildum en þá var hann í leikbanni.
Knattspyrnudeild Gróttu er gríðarlega hreykin af Hákoni og hans frábæru frammistöðu. Hákon er frábær fyrirmynd fyrir unga iðkendur hjá Gróttu sem líta svo sannarlega upp til hans. Hann á þennan titil svo sannarlega skilið og óskum við honum innilega til hamingju með þessa glæsilegu viðurkenningu!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar