Skip to content

Fimm leikmenn á hæfileikamóti N1 og KSÍ

Hæfileika mót N1 og KSÍ fór fram um helgina og síðustu helgi. Fyrri helgina voru drengir og þá síðari stúlkur. Grótta átti fimm fulltrúa á hæfileikamótunum, en það voru þau Lilja Lív, Rakel Lóa, Tinna Brá, Ragnar Björn og Orri Steinn. Krökkunum var skipt í landslið sem kepptu gegn hvoru öðru báða dagana. Þau fengu einnig fyrirlestur um mataræði, hvíld og meiðsli. Mótin voru undirbúningur fyrir val á U15 sem hefur æfingar í október.
Til hamingju krakkar!

Einnig er gaman að segja frá því að Magnús Örn Helgason var að þjálfa á hæfileikamótinu núna um helgina!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print