Skip to content

Ástbjörn á láni til Gróttu

KR, Grótta og Ástbjörn Þórðarson hafa komist að samkomulagi um að Ástbjörn leiki með Gróttuliðinu í Pepsi Max deildinni á komandi leiktíð.
Ástbjörn er fæddur árið 1999 og er uppalinn hjá KR í Vesturbænum. Hann fékk sína eldskírn í efstu deild með KR sumarið 2016 þegar hann kom inná í leik gegn Fylki, en hann hefur leikið samtals 11 leiki fyrir KR í efstu deild. Ástbjörn var lánaður til ÍA og Víkings Ólafsvík tímabilið 2018 en í fyrra var hann lánaður á miðju tímabili til Gróttu í Inkasso deildina. Þar lék Ástbjörn stórt hlutverk þegar liðið fagnaði sigri í deildinni og komst uppí Pepsi Max deildina í fyrsta skipti.
Ástbjörn hefur leikið samtals 10 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 1 mark.

Grótta býður Ástbjörn innilega velkominn aftur til félagsins og væntir mikils af honum í sumar.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print