Skip to content

6. flokkur kvenna á Steinullarmóti Tindastóls

15 stelpur úr 6. flokki kvenna fóru á Steinullarmót Tindastóls síðustu helgi. Stelpurnar stóðu sig vel innan sem utan vallar og gekk mótið mjög vel fyrir sig. Það er alltaf mikil upplifun að fara á gistimót og spenningurinn var því búinn að vera mikill. Grótta tefldi fram þremur liðum á mótinu en spilað var á laugardegi og sunnudegi, ásamt því að brasa ýmislegt þess á milli. Næst á dagskrá hjá stelpunum er Símamótið og eftirvæntingin ekki síðri fyrir því! 

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print