Skip to content

Lokahóf meistaraflokka

Um helgina fór fram lokahóf meistaraflokka Gróttu í handbolta þar sem leikmenn, þjálfarar, stjórnarfólk og sjálfboðaliðar komu saman til að fagna keppnistímabilinu sem lauk skyndilega í mars vegna Covid-19.

Þjálfarar liðanna veittu viðurkenningar til leikmanna liðanna er þóttu skara framúr á tímabilinu en auk þess heiðraði stjórn deildarinnar leikmenn vegna leikjafjölda og þjálfara og stjórnarmenn sem létu af störfum.

Hér má sjá hverjir fengu verðlaun í hvoru liði.

Meistaraflokkur kvenna

 • Efnilegasti leikmaður: Valgerður Helga Ísaksdóttir
 • Besti leikmaður: Anna Lára Davíðsdóttir
 • Leikmaður ársins: Nína Líf Gísladóttir

Meistaraflokkur karla

 • Efnilegasti leikmaður: Jakob Ingi Stefánsson
 • Mikilvægasti leikmaður: Daníel Andri Valtýsson
 • Besti leikmaður: Jóhann Reynir Gunnlaugsson

Eftirtaldir leikmenn fengu viðurkenningu vegna fjölda leikja fyrir Gróttu:

 • Hannes Grimm – 50 leikir
 • Daði Laxdal – 50 leikir
 • Tinna Valgerður – 50 leikir
 • Stefanía Helga – 50 leikir
 • Soffía Steingrímsdóttir – 50 leikir
 • Katrín Helga – 50 leikir
 • Helga Guðrún – 50 leikir
 • Guðrún Þorláksdóttir – 50 leikir
 • Eva Kolbrún – 50 leikir
 • Emma Havin – 50 leikir
 • Anna Lára Davíðsdóttir – 50 leikir

En auk þess var Arndís María Erlingsdóttir heiðruð fyrir 300 leiki fyrir félagið og varð hún í ár leikjahæsti leikmaður félagsins með alls 329 leiki fyrir Gróttu!

Að lokum fengu þau Anna Björg Erlingsdóttir fráfarandi formaður, Gunnar Andrésson aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og Arnar Jón Agnarsson þjálfari meistaraflokks kvenna þakklætisvott fyrir störf sín fyrir félagið undanfarin ár en þau láta öll af störfum.

Stjórn handknattleiksdeildarinnar vill koma að þökkum til þeirra styrktaraðila og sjálfboðaliða sem aðstoðuðu deildina á síðastliðnu keppnistímabili og hlökkum til samstarfsins á komandi tímabili!

Áfram Grótta

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print