Skip to content

5. flokkur karla á N1 mótinu á Akureyri

5. flokkur drengja lék á dögunum á N1 mótinu á Akureyri. Mótið er gríðarstórt, alls 188 lið og um 1800 iðkendur. Sannkallað heimsmeistaramót fyrir strákana. Grótta sendi til leiks 36 leikmenn í fjórum liðum og má sannarlega segja að allir strákarnir hafi verið sjálfum sér og Gróttu til sóma frá upphafi til enda.

Gróttuliðin léku flottan sóknarbolta og spiluðu marga skemmtilega leiki. Grótta 2, Grótta 3 og Grótta 4 lentu öll um miðja deild í sínum styrkleika. Chile deildinni, ensku deildinni og grísku deildinni. Lið 1 fór svo alla leið og sigraði Brasilísku deildina eftir æsispennandi úrslitaleik við KA sem endaði með vítaspyrnukeppni þar sem Grótta hafði betur.

Heldur betur flottir og efnilegir strákar þarna á ferðinni.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar