Skip to content

5. flokkur kvenna á Pæjumótinu í Eyjum

12. júní síðastliðinn lögðu Gróttustelpur af stað til að spila á TM mótinu í Vestmanneyjum. Í ár sendi Grótta 23 stelpur til leiks í tveimur liðum.

Á fyrsta keppnisdegi átti Grótta1 leik gegn Stjörnunni, Fjarðabyggð og Þór Akureyri. Stelpurnar sýndu hvað í þeim býr og gerðu eitt jafntefli og unnu tvo. Annar dagurinn byrjaði gegn Grindavík í hörku leik sem endaði því miður með naumu tapi en það sat svo sannarlega ekki í þeim því þær stigu upp og sigruðu nágranna okkar KR og Selfoss. Þar sem stelpurnar komust upp úr riðli fyrstu tvo dagana voru þær í gríða sterkum riðli síðasta daginn. Þar mættu þær feyki sterku liði Vals, Álftanes og KA. Stelpurnar lentu í 5. sæti eftir mikla baráttu í leik gegn ÍR.

Stelpurnar í Gróttu2 byrjuðu mótið af krafti og lögðu Breiðablik af velli í fyrsta leik. Þær kepptu einnig á móti ÍBV og Víking en þar áttu þær erfitt enda mjög sterk lið. Á öðrum degi gerðu stelpurnar jafntefli við Stjörnuna og unnu Sindra/Neista og ÍR með þremur mörkum gegn engu í báðum leikjum. Eins og Grótta1 lentu Grótta2 í sterkum riðli á lokadegi sem endaði með að þær lentu í 4. sæti.

Á fimmtudagskvöldinu keppti Rut Heiðarsdóttir fyrir hönd Gróttu í Pressuliði í landsleik Pæjumótsins. Rut var leikmaðurinn á vellinum sem var á fullu allan tímann og stóð sig með prýði. Gróttustelpurnar sátu á fremsta bekk og hvöttu hana áfram af miklum látum.

Í ferðinni tóku stelpurnar einnig þátt í hæfileikakeppni en fyrir það höfðu stelpurnar æft dans eftir Örnu Björk Þórsdóttir. Þær voru mjög flottar og fengu mikið lof. Það var ekki bara spilað fótbolta í Eyjum, stelpurnar prófuðu að spranga og fóru í bátsferð.

Ferðin var frábær og Þóra og Kamilla, þjálfarar flokksins, vilja koma þökkum áfram til foreldraráðs og foreldrum fyrir ómetanlega vinnu og stuðning, þau stóðu sig eins og hetjur.

Þjálfararnir eru mjög stoltar af Gróttu stelpunum, þær eru flottur og efnilegur hópur knattspyrnukvenna!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print