Skip to content

3. flokkur kvenna í úrslitum Íslandsmótsins

3. flokkur kvenna eru komnar í úrslit Íslandsmótsins!!! 💥👏🏼

3. flokkur kvenna Gróttu/KR spilaði gegn Þór/KA/Hömrunum í dag í Boganum í undanúrslitum Íslandsmótsins. Lilja Lív Margrétardóttir kom Gróttu/KR yfir snemma í leiknum og Emelía Óskarsdóttir jók forystuna á 29’ mínútu. Heimakonum tókst þó að jafna undir lok fyrri hálfleiks og staðan 2-2 í hálfleik. Grótta/KR gaf heldur betur í í seinni hálfleik og Emelía Óskarsdóttir bætti við tveimur mörkum og skoraði þar með þrennu í Boganum í dag. Mörk Gróttu/KR voru geggjuð og þau má sjá í instagram story.
Frábær sigur hjá stelpunum í dag sem leiðir þær í úrslitaleikinn sem fer fram á sunnudaginn kl. 12:00 en keppinautar þeirra verða FH.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print