Skip to content

Grótta nældi sér í stig á Meistaravöllum

Grótta nældi sér í stig á Meistaravöllum í dag í fyrsta deildarleik Gróttu og KR 🙌🏼
Liðin buðu upp á alvöru nágrannaslag í fallegu en köldu veðri í Vesturbænum. Staðan var 0-0 í hálfleik en Karl Friðleifur Gunnarsson kom Gróttu yfir á ’54 mínútu eftir stoðsendingu frá Kristófer Orra Péturssyni. KR tókst að jafna metin á ’70 mínútu og niðurstaðan 1-1 jafntefli.
Næsti leikur hjá strákunum er gegn KA á Vivaldivellinum kl. 16:15 á sunnudaginn. Næstu leikir eru gríðarlega mikilvægir og þar þurfa strákarnir okkar stuðning í stúkunni! Sjáumst á vellinum 👊🏼
Mynd: Eyjólfur Garðarsson 📸

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print