Skip to content

Þjálfaraæfingar og yngri flokkar

Laugardag 19.sept síðastliðinn voru þjálfarar yngri flokka hjá handknatteiksdeild Gróttu með þjálfaraæfingu þar sem farið var í pælingar fyrir veturinn. 👌🤓

Við erum ótrúlega stolt af okkar þjálfarateymi og er þetta partur af því að búa til góðan æfingabanka í Gróttu ásamt því að auðvelda ungum þjálfurum að ganga til liðs við þjálfarateymi Gróttu. 🤾‍♀️

Með okkur í þetta verkefni fengum við nokkra iðkendur úr 5.flokk og var farið í um 20 æfingar, þau stóðu sig með glæsibrag. 🤾‍♂️

Það styttist í fyrstu mót vetrarinns hjá yngri flokkunum sem hefst helgina 2-4.okt:

  • 5.fl kvenna (eldra árið) fer til Vestmanneyja
  • 6.flokkarnir fara norður á Akureyri
  • 7.fl kvk fer í Grafarvoginn til Fjölnis
  • 7.fl kk fer til Hauka í Hafnafjörðinn

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print