Skip to content

Þakkir frá Antoine og Katrínu Önnu

Í júlí fór fram sala á ýmsum varningi til styrktar landsliðsfólkinu okkar Antoine Óskari og Katrínu Önnu en þau fóru út í sumar með unglingalandsliðum Íslands. Antoine fór á Opna Evrópumótið í Svíþjóð og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Slóveníu. Katrín Anna fór og lék vináttulandsleiki í Færeyjum og fór á EM í Rúmenínu.

Þessar ferðir kosta krakkana meira en 300.000 kr sem þau þurfa að standa straum af sjálf. Til að aðstoða þau setti Handknattleiksdeild Gróttu af stað fjáröflun til styrktar þeim.

Þó að sölunni sé lokið er enn þá hægt að styrkja þeim með því að leggja inn á fjáröflunareikning þeirra hjá Gróttu. Margt smátt gerir eitt stórt !

512-14-400209

kt. 700371-0779

Antoine Óskar og Katrín Anna vilja þakka öllum þeim sem styrktu þau, kærlega fyrir. Takk !

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print