Skip to content

Magnús Karl ráðinn yfirþjálfari

Magnús Karl Magnússon hefur verið ráðinn yfirþjálfari Handknattleiksdeildar Gróttu til næstu tveggja ára. Hann tekur við því öfluga starfi sem Maksim Akbachev hefur sinnt undanfarin ár við að leiða uppbyggingu handboltans í Gróttu í samvinnu við stjórn, verkefnastjóra og þjálfara deildarinnar.

Magnús Karl er uppalinn Eyjamaður og spilaði handbolta með ÍBV. Hann hefur sinnt handknattleiksþjálfun hjá yngri flokkum ÍBV og Vals sem og styrktarþjálfun.
Magnús Karl er íþróttafræðingur að mennt og með MSc. í íþróttasálfræði. Þá heldur hann úti heimasíðunni andlegurstyrkur.is og hjálpar íþróttafólki að vinna að markmiðum sínum.

Það er mikil tilhlökkun hjá stjórn Barna-og unglingaráðs Gróttu fyrir komandi tímabilum með Magnús Karl við stjórnina enda á ferðinni metnaðarfullur og kraftmikill þjálfari.

Við óskum Magnúsi Karli til hamingju með nýja hlutverkið og bjóðum hann hjartanlega velkominn í Gróttu

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print