Skip to content

Katrín Helga og íslenska landsliðið í 5. sæti

Undanfarna daga hefur B-keppni EM hjá U19 ára landsliði kvenna farið fram í Norður Makedónía. Við vorum búin að segja frá því að Ísland missti sorglega af sæti í undanúrslitunum og þurfti því að leika um 5. – 8.sætið.

Fyrri leikurinn var gegn Kosóvó og vannst hann örugglega 37-23. Með þeim úrslitum léku íslensku stelpurnar við heimasæturnar í Norður Makedóníu um 5. sætið.

Íslenska liðið var betri aðilinn stærstan hluta leiksins en Norður Makedónía skoruðu seinustu mörk leiksins og jafntefli niðurstaðan, 28-28. Í vítakeppninni sem var að ljúka höfðu íslensku stelpurnar betur og uppskáru 5. sætið.

Okkar manneskja, Katrín Helga Sigurbergsdóttir lék stórt hlutverk með U19 ára liðinu í keppninni, sérstaklega í dag gegn Norður Makedóníu og stóð sig vel.

Áfram Grótta og áfram Ísland !

Myndir: EHF

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print