Skip to content

Emelía og Lilja Lív á Norðurlandamóti með U16

Þær Emelía Óskarsdóttir og Lilja Lív Margrétardóttir héldu til Danmerkur þann 4. júlí með U16 ára landsliði Íslands í spennandi verkefni. Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, valdi þessar tvær efnilegu Gróttukonur í lokahóp til þátttöku í Norðurlandamóti U16 kvenna sem fram fór í Kolding í Danmörku 4.-13. júlí. Í hópnum voru 20 leikmenn frá 11 félögum og er Grótta hreykið af því að eiga þar þessa tvo flottu fulltrúa. Íslenska liðið mætti Svíþjóð, Danmörku og Danmörku 2 (Denmark Future) og voru leikdagarnir 6., 9. og 12. júlí. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, vann Danmörku 2 1-0 og tapaði síðan fyrir Danmörku 3-0. Emelía og Lilja Lív komu við sögu í öllum leikjunum og voru glæsilegir fulltrúar félagsins! 

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar