Skip to content

Handbolta- og afreksskóli Gróttu í ágúst

Handboltaskólinn:

Líkt og undanfarin ár verður handboltaskóli Gróttu á sínum stað. Skólinn er haldinn dagana 31. júlí. – 18. ágúst en hægt er að skrá sig á einstakar vikur. Skólinn verður alla daga frá kl. 09:00 – 12:00, en boðið verður upp á gæslu frá kl. 08:00 og að skóla loknum til kl. 13:00. Handboltaskólanum lýkur með grillveislu fyrir alla þátttakendur föstudaginn 18. ágúst.

Handboltaskólinn er fyrir krakka f. 2012 – 2017 og verður vel tekið á móti öllum byrjendum. Þátttakendum verður skipt upp eftir aldri.

Vandað verður til verka við val á þjálfurum og leiðbeinendum við skólann, líkt og undanfarin ár. Meðal þeirra sem koma að þjálfuninni eru leikmenn og þjálfarar handknattleiksdeildar. Byrjendur eru sérstaklega velkomnir á þessi námskeið.

Verð:

  • Vika 1 – kr. 8.000 kr (31 júlí. – 4. ágúst)
  • Vika 2 – kr. 6.500 kr (8. – 11. ágúst)
  • Vika 3 – kr. 8.000 kr (14. – 18. ágúst)
  • Ef allar vikur eru teknar kostar það 20.000 kr.

Afreksskólinn:

Handknattleiksdeild Gróttu verður einnig með sérstakan afreksskóla en hann er starfræktur frá, 31. júlí – 18. ágúst fyrir iðkendur sem verða í 5. og 4.flokki næsta vetur (f. 2008-2011).

Æfingar fara fram á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 12:30- 14:00. Í afreksskólanum verður að miklu leyti farið í flóknari tækniatriði en í handboltaskólanum og meiri afrekshugsun í fyrirrúmi.

Verð og tímasetning:

  • Vika 1 – kr. 6.000 (31 júlí. – 4. ágúst)
  • Vika 2 – kr. 6.000 (7. – 11. ágúst)
  • Vika 3 – kr. 6.000 (14. – 18. ágúst)
  • Ef allar vikurnar eru teknar þá kostar það 14.000 kr

Afreksskólanum lýkur með grillveislu fyrir alla þátttakendur föstudaginn 18

Skráning í handboltaskóla Gróttu fer fram í gegnum Sportabler sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print