Skip to content

JÁVERK og Grótta gera með sér samstarfssamning!

Íþróttafélagið Grótta og JÁVERK hafa gert með sér samstarfssamning þar sem JÁVERK verður einn af aðalbakhjörlum félagsins til ársins 2026. JÁVERK er öflugt verktakafyrirtæki sem einblínir á traustan og ábyrgan rekstur. JÁVERK vinnur nú að uppbyggingu Gróttubyggðar, nýrrar íbúabyggðar vestast á Seltjarnarnesi, þar sem áður var iðnaðarhverfi við Bygggarða. Í fyrri hluta verkefnisins, sem nú þegar er hafin uppbygging á, verða um 130 íbúðaeiningar af öllum stærðum og gerðum sem afhentar verða nýjum eigendum á komandi misserum, með tilheyrandi fjölgun íbúa Seltjarnarness.

Íþróttafélagið Grótta fagnar því að hafa náð samkomulagi við JÁVERK um komandi samstarf sem mun koma sér mjög vel félagið. Samningurinn er við íþróttafélagið Gróttu í heild sinni og munu allar deildir félagsins njóta góðs af stuðningi JÁVERKS. Grótta treystir á stuðning öflugra bakhjarla eins og JÁVERKS til að geta haldið úti svo metnaðarfullu íþróttastarfi á Seltjarnarnesi sem raun ber vitni.

Það voru Þröstur Þór, formaður aðalstjórnar Gróttu, og Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri JÁVERKS, sem undirrituðu samninginn.


Þröstur fagnar því að JÁVERK hafi bæst við í hóp styrktaraðil félagsins: „Það er frábært að fá JÁVERK í hóp styrktaraðila Gróttu. Styrkurinn kemur til með að nýtast vel við að styrkja enn frekar öflugt íþróttastarf okkar hér á Seltjarnarnesi.“


Myndir: Eyjólfur Garðarsson 📸

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print