Skip to content

Fyrra jólanámskeiðinu lokið

Rétt eftir hádegi 22.desember lauk fyrra jólanámskeiði Gróttu. Farið var yfir gabbhreyfingar, varnarstöðu og hin ýmsu smáatriði sem mikilvægt er að kunna í handbolta. Krakkarnir fengu síðan enga smá heimsókn því Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður karla og Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður kvenna í handbolta komu og spjölluðu við krakkana. Þau gáfu sér síðan tíma til að gefa áritanir og margir sem nýttu sér það.

Seinna jólanámskeiðið hefst síðan 27.desember og því lýkur 29.desember. Hægt er að skrá sig á alla þrjá dagana en einnig er hægt að skrá sig á stakan dag. Skráningin fer fram í Sportabler: https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti

Áfram Grótta !

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print