Skip to content

Bjarki og Ari framlengja

Uppöldu Gróttu-strákarnir Bjarki Daníel Þórarinsson og Ari Pétur Eiríksson hafa framlengt samninga sína við handknattleiksdeildina um 1 ár. Strákarnir sem urðu 18 ára á árinu eru báðir uppaldir hjá félaginu og því mikil ánægja með að náðst hafi að framlengja við þá og að þeir leiki með Gróttu áfram.

Bjarki Daníel er markmaður sem tók sín fyrstu skref í meistaraflokki á síðasta keppnistímabili þegar hann lék 1 leik með liðinu í Grill-deildinni. Auk þess lék Bjarki 8 leiki með Kríu í 2.deildinni og 3.flokki félagsins. Bjarki er gríðarlega efnilegur markmaður og hlökkum við til að fylgjast með hans framförum næsta vetur.

Ari Pétur var í vetur, þrátt fyrir ungan aldur, að klára sitt 2 tímabil í meistaraflokki þar sem hann spilaði 12 leiki í Grill-66 deildinni og skoraði í þeim 22 mörk auk þess að spila með 3.flokki félagsins. Ari er örvhent hægri skytta og mikið efni og verður einnig gaman að fylgjast með hans framvindu í vetur.

Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að uppaldir strákar kjósi að spila áfram í Gróttu og væntumst við til mikils af þeim í framtíðinni.

Áfram Grótta!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print