Skip to content

Næsta stökk og styrkur námskeið hefst 22. júní

Frábær þátttaka var á fimleikanámskeiðinu „Stökk og styrkur“ sem er fyrir 9 til 14 ára stráka (f. 2006 – 2011). Næsta námskeið hefst á mánudaginn 22. júní og skráning er opin. Á námskeiðinu er einblítt á stór trampólín og annarskonar fimleika kúnstir. Einnig er lögð áhersla á samhæfingu, snerpu, styrk og liðleika. Umsjón með námskeiði er Sindri Diego og Viktor Elí Tryggvason.

Næsta námskeið byrjar á mánudaginn, 22. júní og stendur fimmtudags 25. júní. Kennt er frá kl. 15:00 – 16:30. Námskeiðisgjald er 7.500kr fyrir fjóra tíma.

Skráning fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra grotta.felog.is

Fyrir neðan er skemmtilegt myndband frá síðasta námskeiði sem Oddur Þórisson tók upp fyrir fimleikadeild Gróttu

Vinsamlega athugið að takmarkað pláss er á námskeiðunum. Jafnframt áskilur fimleikadeildin sér rétt til að fella niður námskeiðið náist ekki næg þátttaka

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print