Æfingar hjá yngri flokkum Gróttu (5. – 8.flokki) hefjast samhliða skólabyrjun eða þriðjudaginn 22.ágúst. Æfingar 3. og 4.flokks hafa verið frá byrjun ágúst. Núna í ágústmánuði hefur Handboltaskóli Gróttu og Afreksskóli Gróttu verið starfræktur. Seinasti dagur námskeiðsins er á morgun, mánudaginn 21.ágúst.
Allar upplýsingar um 9.flokkinn verða tilkynntar í næstu viku. Æfingar 9.flokks hefjast laugardaginn 2.september.
Búið er að ráða alla aðalþjálfara handboltans fyrir tímabilið og mun öflugur hópur þjálfara vera við störf hjá deildinni í vetur.
- 8. flokkur karla – Magnús Karl Magnússon
- 8. flokkur kvenna – Arndís María Erlingsdóttir og Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir
- 7. flokkur karla – Hannes Grimm
- 7. flokkur kvenna – Ari Pétur Eiríksson
- 6. flokkur karla Hannes Grimm
- 6. flokkur kvenna – Ari Pétur Eiríksson
- 5. flokkur karla – Elvar Orri Hjálmarsson
- 5. flokkur kvenna – Patrekur Pétursson Sanko
- 4. flokkur karla – Andri Sigfússon
- 4. flokkur kvenna – Magnús Karl Magnússon
- 3. flokkur karla – Andri Sigfússon
- 3. flokkur kvenna – Einar Örn Jónsson
- Ungmennalið karla – Davíð Örn Hlöðversson
Allar fyrirspurnir um handboltastarfið er hægt að nálgast hjá Magnúsi Karli Magnússyni yfirþjálfara deildarinnar á netfanginu magnuskarl@grotta.is
Áfram Grótta og Grótta/KR !