Stubbafimi er ætluð yngstu iðkendunum. Áhersla lögð á grundvallarhreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum. Skráning fer fram í vefverslun Sportabler á sportabler.com/shop/grotta
Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum.
Fyrirkomulagið er á þann hátt að 3 ára og 4 ára börn (2018, 2019) æfa án foreldra í tímunum en fyrstu tveir tímar annarinnar er leyfilegt að fylgjast með til að auðvelda aðlögun.
2 ára stubbar eru með foreldrum í salnum.
Nánari upplýsingar um tímasetningar koma þegar nær dregur námskeiðinu.