Skip to content

6. flokkur kvenna á ÓB móti Tindastóls

6. flokkur kvenna eyddi helginni 24.-26. júní á Sauðárkróki og kepptu stelpurnar þar á ÓB móti Tindastóls. Grótta fór með fimm lið á mótið og stóðu stelpurnar sig með prýði! Veðurguðirnir voru ekki beint með okkur í liði en stelpurnar létu rigningu og kulda ekki á sig fá.

Það er alltaf mikil upplifun að fara á gistimót og stelpurnar fóru heim reynslunni ríkari. Næst á dagskrá hjá þeim er Símamótið um helgina 🙌🏼

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print