Skip to content

Katrín Anna og Katrín Helga valdar í unglingalandsliðið

Á dögunum var valið í U17 og U19 ára landslið kvenna í handbolta. Tvær Gróttustelpur voru valdar í þessa hópa; þær Katrín Anna Ásmundsdóttir í U17 ára landsliðið og Katrín Helga Sigurbergsdóttir í U19 ára landsliðið.

Bæði liðin taka þátt í stórum verkefnum landsliðanna í sumar. U17 ára landsliðið leikur tvo vináttuleiki við Færeyjar hér á landi í lok júní og tekur síðan þátt í Evrópumótinu í Litháen í byrjun ágúst. U19 ára landsliðið leikur einnig tvo vináttuleiki við Færeyjar hér á landi í lok júní en tekur síðan þátt í Evrópumótinu í N-Makedóníu í júlí.

Við óskum Katrínu Önnu og Katrínu Helgu hjartanlega til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis í þessum stóru verkefnum. Við munum síðan flytja frekari fréttir að gengi liðanna hér á Grótta handbolti í sumar.

Áfram Grótta !

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print