Skip to content

Handknattleiksdeild Gróttu fær tvo frá Haukum

Hand­knatt­leiksdeild Gróttu hef­ur fengið til sín tvo leik­menn frá Hauk­um og samið við þá fyr­ir næsta keppn­is­tíma­bil.

Andri Fann­ar Elís­son er 19 ára hornamaður og leikmaður með U18 ára landsliðinu sem er á leið á heims­meist­ara­mótið í Króa­tíu. Hann lék 20 leiki með Hauk­um í úr­vals­deild­inni síðasta vet­ur og skoraði 5 mörk, og þá gerði hann 29 mörk í 10 leikj­um ung­mennaliðs fé­lags­ins í 1. deild­inni.

Ágúst Ingi Óskars­son er 22 ára gam­all, rétt­hent skytta, sem skoraði 111 mörk fyr­ir ung­mennalið Hauka í 18 leikj­um í 1. deild­inni á síðasta tíma­bili. Hann tók jafn­framt þátt í 16 leikj­um með Hauk­um í úr­vals­deild­inni og skoraði tvö mörk.

*á myndinni eru: Andri Fannar Elísson, Arnkell Bergmann Arnkelsson formaður handknattleiksdeildar Gróttu og Ágúst Ingi Óskarsson.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print