Skip to content

Íslenska U20 ára landsliðið í 7.sæti

Íslenska U20 ára landsliðið með okkar stelpum, Önnu Karólínu Ingadóttur og Katrínu Önnu Ásmundsdóttur innanborð gerði sér lítið fyrir og endaði í 7.sæti á HM. Mótið var haldið í Norður-Makedóníu og stóðu okkar leikmenn sig vel.

Íslenska liðið vann riðilinn sinn og komst í milliriðla með full hús stiga. Þar unnu þær íslensku Svartfjallaland en töpuðu gegn Portúgal. Með þeim úrslitum voru andstæðingar íslenska liðsins Ungverjaland í 8 liða úrslitum. Ungverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar og því um erfiða leik að ræða. Okkar stelpur létu það lítið á sig fá og fór leikurinn í framlengingu. Ungverjar voru sterkari þar og mætti því íslenska liðið Svíum í krossspili um 5. – 8.sæti. Þar voru Svíar sterkari og mætti íslenska liðið því Svisslendingum um 7.sæti mótsins. Íslenska liðið sýndi mátt sinn og megin og vann 29-26 í miklum baráttuleik.

Þessi árangur, 7.sæti á HM er besti árangur sem kvennalandslið hefur náð frá upphafi. Við erum stolt af árangri liðsins og ekki síst okkar leikmanna, Önnu Karólínu Ingadóttur og Katrínar Önnu Ásmundsdóttur sem léku vel fyrir liðið. Þessi reynsla mun án efa hjálpa þessum efnilegum leikmönnum til frekari afreka og hjálpa Gróttuliðinu í Olísdeildinni í haust.

Til hamingju leikmenn og þjálfarar !

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print