Skip to content

Hrafnhildur Hekla framlengir

Handknattleiksdeild Gróttu hefur framlengt samninginn sinn um tvö ár við Hrafnhildi Heklu Grímsdóttur. Hún er 17 ára gömul og lék á sínu þriðja tímabili í meistaraflokki síðastliðinn vetur.

Hrafnhildur Hekla er útsjónarsamur leikstjórnandi og hefur hlutverk hennar aukist með hverju tímabilinu. Hún er ein af efnilegum uppöldum leikmönnum Gróttu.

Davíð Örn Hlöðversson annar af þjálfurum Gróttuliðsins er virkilega ánægður með að Hrafnhildur Hekla skuli vera áfram á Nesinu enda leikmaður sem er í mikilli framför. „Við bindum mikar vonir við Hrafnhildi Heklu enda leikmaður sem kemur úr öflugu starfi yngri flokka í félaginu. Hún hefur gott auga fyrir spili og góður skotmaður. Það er virkilega ánægjulegt að vinna áfram með henni.“

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar