Skip to content

Gróttukonur í hóp hæfileikamótunar N1 og KSÍ

Gróttukonurnar Alexandra Bergmann Alexandersdóttir, Andrea Líf Ómarsdóttir og Sara Björt Helgadóttir hafa verið valdar í hóp Hæfileikamótunar N1 og KSÍ sem fer fram 30. janúar nk. Æfingin fer fram í Miðgarði undir stjórn Aldísar Ylfu Heimisdóttur, þjálfara í Hæfileikamótun. 

Þetta verður skemmtileg reynsla fyrir stelpurnar og eflaust munu fleiri Gróttustelpur gera sig gildandi í slíkum verkefnum á næstu misserum.

Vel gert stelpur og gangi ykkur vel! 💙

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print