Skip to content

Grótta og Dusty bjóða upp á rafíþróttanámskeið

Rafíþróttanámskeið fyrir börn og unglinga fædd 2007 – 2014  verður haldið á vegum Gróttu og rafíþróttafélags DUSTY

Námskeiðin verða sem hér segir:

Námskeið 1: (26. júní – 30. júní)   (Síðasti dagur skráningar er 26. júní) 
Námskeið 2: (3.júlí – 6. júlí)  (síðasti dagur skráningar 2. júlí) 

Yngri hópur: (9-12 ára)  kennt:  9:00-13:00
Eldri hópur: (13-16 ára) kennt: 14:00-18:00

Staðsetning námskeiðs Skútuvogur 1G, efsta hæð!
Takmarkaður fjöldi: Það komast 10 að á hverju námskeiði. 

LÝSING Á NÁMSKEIÐI 

Grótta og rafíþróttafélagið Dusty hafa tekið höndum saman í að bjóða uppá sumarnámskeið  í rafíþróttum fyrir börn og unglinga fædd 2007 – 2014. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á skemmtilega og fjölbreytta upplifun iðkenda. 

Á námskeiðinu verður einblínt á eftirfarandi leiki: Fortnite, Valorant, Overwatch 2 og CS:GO. Farið verður yfir lykilhugtök í leikjunum og grunnfærni (core mechanics) í leikjunum æfð. Þá er lögð áhersla á að kynna mikilvægi og ávinning heilbrigðra spilahátta á frammistöðu og upplifun af leikjum ásamt því að hreyfing verður partur af hverri æfingu. 

Sumarnámskeið Gróttu og Dusty í rafíþróttum eru fullkominn vettvangur fyrir metnaðarfulla spilara sem vilja bæta sig og kynnast öðrum til að spila með.

Á lokadegi námskeiðisins býðst öllum iðkendum tækifæri á að spreyta sig á áskorunum í leikjum námskeiðisins og fá allir sem taka þátt viðurkenningu og verðlaun frá Gróttu og Dusty

Verð kr. 19.990.- (5 dagar)     

DUSTY var stofnað árið 2019 og hefur haldið úti keppnisliðum í rafíþróttum síðan þá. Liðið er sigursælasta rafíþróttalið Íslands og ásamt því að hafa unnið fjöldan allan af keppnum á Íslandi í CS:GO, Valorant, Rocket League og League of Legends, þá hefur liðið unnið stór erlend mót í tvígang. DUSTY hefur einnig unnið með nokkrum af stærstu rafíþróttaliðum heims í ýmsum verkefnum, eins og t.a.m. Cloud9 og Vitality.

Frá ársbyrjun 2023 hefur DUSTY haldið útí yngri flokka starfi og nú standa börnum og unglingum í Gróttu það til boða að sækja þangað námskeið. 

Innritun og greiðsla á eftirfarandi námskeið fer fram í gegnum 

-Eldri hópur: https://www.sportabler.com/shop/grotta/sumarnamskeid/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTk1ODc=?

-Yngri hópur: https://www.sportabler.com/shop/grotta/sumarnamskeid/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTk1ODY=?

Upplýsingar um skráningu er hægt að nálgast á vef Gróttu, grotta.is/sumar-2023/ eða í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið grotta@grotta.is 

Opnað verður fyrir skráningu 31. maí kl. 15:00

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print