Skip to content

Hreiðar Levý til Gróttu

Markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson hefur undirritað tveggja ára samning við Gróttu. Hreiðar hefur á undanförnum árum verið einn af öflugri markvörðum landsins. Hann hefur leikið 146 landsleiki fyrir Íslands hönd en undanfarin ár hefur hann haft handbolta að atvinnu sinnu í Svíþjóð, Þýskalandi og Noregi.

Hreiðar er ekki alls ókunngur á Nesinu en hann var m.a. bikarmeistari með 2. flokki Gróttu/KR árið 1999 ásamt því að hafa leikið með meistaraflokki félagsins til nokkurra ára.

Hreiðar mun ekki eingöngu verja mark Gróttu heldur mun hann einnig stýra þjálfun yngri markvarða hjá Gróttu en bundin er mikil von við þá vinnu Hreiðars.

Koma Hreiðars á Nesið verður mikil styrking fyrir Gróttu og eru miklar væntingar bundnar við hann hjá félaginu.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print