Skip to content

Bjarni Ófeigur semur við Gróttu

Grótta og Valur hafa komist að samkomulagi um að Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður Vals verði lánaður til Gróttu keppnistímabilið 2017-2018. Bjarni Ófeigur varð bikarmeistari með sterku 3. flokks liði Vals á nýliðnum vetri auk þess að skora 95 mörk í 15 leikjum með Val-U í 1. deild karla. Bjarni sem er vinstri skytta, er einnig lykilmaður í sterku U-19 ára landsliði karla sem leikur á lokamóti HM í Georgíu í næstu viku.

Handknattleiksdeild Gróttu lýsir yfir mikilli ánægju með að njóta krafta Bjarna Ófeigs næsta vetur. Það er von deildarinnar að hann smelli vel við leikmannahóp liðsins sem skipaður er ungum og efnilegum leikmönnum í bland við reyndari leikmenn.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print