Skip to content

Maximilian til liðs við Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert samning við Svíann Maximilian Jonsson um að leika með liðinu til næstu tveggja keppnistímabila. Maximilian eða Max, eins og hann er jafnan kallaður er 195 cm á hæð, 28 ára gamall og spilar stöðu hægri skyttu.

Maximilian hefur leikið seinustu þrjú leiktímabil í Frakklandi fyrst með Nancy og nú seinustu tvö ár með Istres handball í 1. deildinni. Þar á undan lék hann í með þýsku liðunum Leipzig og Hildesheim við góðan orðstír.

Koma Max til Gróttu er mikill hvalreki fyrir félagið og eru miklar væntingar bundnar við leikmanninn á næstu árum.

„Þetta eru frábær tíðindi fyrir Gróttu enda er Max reynslumikill leikmaður sem við teljum að muni nýtast liðinu vel á komandi árum“ segir Kári Garðarsson þjálfari liðsins.

Frekari tíðinda af leikmannamálum karlaliðs Gróttu má vænta á næstu dögum.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Nýlegar fréttir

Fréttaflokkar