Skip to content

Grótta semur við Igor Mrsulja

Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert tveggja ára samning við Igor Mrsulja. Igor er frá Serbíu og leikur sem leikstjórnandi. Hann er 27 ára gamall og hefur lengstan hluta ferilsins leikið með RK Partizan í heimalandi sínu. Auk þess hefur hann leikið í hollensku og ungversku úrvalsdeildunum. Í fyrra lék hann með Kikinda Grindex í serbnesku úrvaldsdeildinni.

Igor lék með yngri landsliðum Serbíu sem lék á lokakeppnum heims- og Evrópumóta árin 2011-2014. Hann varð tvisvar sinnum serbneskur meistari, bikarmeistari í Serbíu, bikarmeistari í Hollandi auk þess sem hann hefur mikla reynslu úr Evrópukeppnum með félagsliðum sínum.

Koma Igors til Gróttu styrkir liðið mikið enda góður alhliða leikmaður, bæði í sókn og vörn. Hann eykur breidd Gróttuliðsins og mun án efa hjálpa liðinu í sterkri Olísdeild á næsta tímabili.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print